Sveinn fékk ekki símtal frá sendiherra Rússlands á Íslandi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. mars 2022 14:09 Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur á Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV á laugardagskvöldið. RÚV Læknirinn og lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson fékk ekki símtal frá froðufellandi starfsmanni rússneska sendiráðsins eins og hann lýsti í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli og ratað í fréttir. Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sveinn segir í samtali við fréttastofu að færsla hans sé haugalygi, einskonar gjörningur sem skilja megi sem ádeilu á þá brengluðu upplýsingagjöf sem frá Rússum komi varðandi stríðið í Úkraínu. Sendi sendiherra Rússa tóninn Eiginkona Sveins Rúnars er frá Úkraínu og fjölskyldan tók á móti flóttafólki frá Úkraínu í síðustu viku, ættingjum Maríu Vygovsku, eiginkonu Sveins Rúnars. Tveimur konum og þremur börnum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þannig snert hann persónulega. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju þegar fjölskyldan tók á móti ættingjum sínum á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku.Vísir/Einar Sveinn var ómyrkur í máli í viðtali á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar var Sveinn Rúnar í sjónvarpssal, klæddur í peysu til stuðnings Úkraínu, en hann er annar höfunda lagsins Hækkum í botn. Sveinn var klæddur í hvíta peysu með úkraínskum fána á og skilaboðunum Fuck Putin. Þar sagðist hann vera með skilaboð til Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. „Jú, en með vor í hjarta því sumartískan er komin í hús og verður bráðum fáanleg á Fokkputin.is. Þetta eru falleg snjallföt sem minna góða Rússa á Íslandi á að taka upp símann reglulega, hringja í ættingja sína og vini heima fyrir. Ræða og fræða,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali við Björgu Magnúsdóttur. Þá sendi hann sendiherra Rússa á Íslandi tóninn, sagði honum að drulla sér til heimalandsins. Falsfréttir og stríðsrekstur Uppskar Sveinn Rúnar mikið lófaklapp hjá áhorfendum í sal. Hann tjáði sig svo í hæðnistón á Facebook í morgun og túlkuðu einhverjir sem svo að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherra Rússlands. Einstaka fjölmiðlar slógu því upp að Sveinn Rúnar hefði fengið símtal frá sendiherranum. Sveinn staðfestir við Vísi að svo sé ekki. Um háð hafi verið að ræða. En háð er vandmeðfarið vopn eins og þetta dæmi sannar; fjölmargir hafa tekið orðum hans bókstaflega þrátt fyrir fyrirvara sem slegnir eru og misskilningurinn lætur ekki að sér hæða: „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi... Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ sagði Sveinn Rúnar í færslu sinni sem sjá má í heild hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira