Adda Bára Sigfúsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 08:29 Adda Bára Sigfúsdóttir lést að morgni laugardagsins 5. mars. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“ Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá aðstandendum Öddu Báru. „Adda Bára var fædd í Reykjavík 30. desember árið 1926. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946, önnur tveggja kvenna úr stærðfræðideild. Veturinn 1946 til 47 las hún eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla Íslands en hélt síðan til Óslóar og lauk þar embættisprófi í veðurfræði 1953. Að námi loknu hóf hún störf við Veðurstofu Íslands og var deildarstjóri veðurfarsdeildar frá 1953 til 1988. Síðan vann hún að rannsóknum og úrvinnslu veðurfarsgagna við Veðurstofuna til 1998, og sá meðal annars lengi um útgáfu tímaritsins Veðursins. Rannsóknir hennar á úrkomu og úrkomudreifingu eru þekktar og Íslandskort hennar af meðalúrkomu áranna 1931 til 1960 var fyrsta heildstæða úrkomukortið sem gert var af landinu öllu. Adda Bára haslaði sér snemma völl á hinum pólitíska vettvangi. Hún var formaður Æskulýðsfylkingarinnar 1955 til 1956 og varaþingmaður Reykvíkinga 1957. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Adda Bára sat í ótal nefndum og ráðum sem verða ekki talin upp hér. Hún varð fyrst til að gegna formlegu starfi aðstoðarmanns ráðherra á Íslandi þegar Magnús Kjartansson heilbrigðisráðherra réði hana sér til aðstoðar haustið 1971. Þá höfðu lög sem heimiluðu ráðningu aðstoðarmanna verið í gildi í eitt og hálft ár. Þessu starfi gegndi hún til 1974. Adda Bára tók þátt í stofnun Félags einstæðra foreldra árið 1969 og sat í fyrstu stjórn þess. Hún lét jafnréttismál alltaf til sín taka og beitti áhrifum sínum i þágu kvenna bæði í heilbrigðisráðuneytinu og borgarstjórn, auk þess að sitja í stjórn Kvenréttindafélagsins um tíma. Adda Bára giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, rithöfundi og blaðamanni árið 1956. Bjarni lést árið 1968. Þau eignuðust tvo syni; Sigfús og Kolbein. Adda Bára á sjö barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin fimm.“
Andlát Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira