Sólveig Anna, Mogginn og SALEK Birgir Dýrfjörð skrifar 5. mars 2022 07:00 Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar