Samþykktar íbúðir ekki endilega öruggari en ósamþykktar Snorri Másson skrifar 4. mars 2022 23:53 Bruni í Auðbrekku í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Góðar brunavarnir skiptu sköpum í eldsvoða í Auðbrekku í gær, þar sem eldur braust út í ósamþykktu húsnæði. Talið er að allt að sjö þúsund manns búi í óleyfisíbúðum á Íslandi. „Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst. Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Útkallið kemur þrjú eða hálffjögur. Það er alltaf sérstakt og erfitt fyrir okkur að fá útkall um miðja nótt, því þá vitum við að það séu meiri líkur á að einhver sé inni og það sofandi,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við fréttastofu. Húsnæðið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, sem er ekki óalgengt á höfuðborgarsvæðinu. En í þessu tilviki voru eldvarnir samt traustar. Hólfanir, flóttaleiðir og reykskynjarar á réttum stöðum. „Eldvarnirnar virkuðu þannig að bruninn var afmarkaður við eitt herbergi. Mikill bruni, en reykur leitaði um húsnæðið víða en þetta var ákveðið hættuástand sem var þarna í gangi,“ segir Jón Viðar. Það munaði litlu að færi verr, skrifar slökkviliðskonan Áslaug Birna Bergsveinsdóttir á Twitter. Hún var á meðal fyrstu reykkafara á vettvang. Við fórum inn til að leita að fólki - reykurinn var svo þykkur og svartur að við sáum ekki neitt. Fólkið slapp út sem betur fer, skrifar Áslaug, en það getur vel lokast inni við svona aðstæður. Ég og María vorum fyrstu reykkafarar á staðinn í nótt og slökktum eldinn á augabragði. Munaði litlu að það færi verr eins og sést á fyrstu myndinni. Hitinn var búinn að brjóta glugga á efri hæðinni en eldurinn náði ekki að kveikja í því rými. 1/ pic.twitter.com/f5va2Y2D58— Áslaug Birna🇺🇦 (@slaug20) March 3, 2022 „Það sem eru mikilvægustu skilaboðin við þetta útkall eru að brunavarnir verða að vera í lagi óháð því hvar þú býrð. Þó þú búir í íbúðarhúsnæði geta líka verið slakar brunavarnir, þannig að fólk má ekki bara einblína á brunavarnir í búsettu atvinnuhúsnæði, heldur brunavarnir almennt verða að vera í lagi. Og þetta sannar það, þarna komust fjórtán einstaklingar út,“ segir Jón Viðar Matthíasson. Eldurinn var svo mikill að grunur lék strax á um íkveikju. Manni var sleppt úr haldi eftir skýrslutöku í gær. Málið er enn óupplýst.
Kópavogur Slökkvilið Húsnæðismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent