Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 16:38 Landsréttur er staðsettur í vesturbæ Kópavogs. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira