Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 13:17 Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar/TBWA, segist hafa góð sambönd og aðstöðu. Hann hafi því verið boðinn og búinn til að leggja eitthvað af mörkum. Aðsend Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Valgeir Magnússon stjórnarformaður auglýsingastofunnar segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann var í heimsókn hjá vini sínum Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Tvær úkraínskar konur og þrjú börn dvelja á heimili Sveins og Maríu Vygovsku eftir flótta frá Úkraínu hvar feðurnir urðu eftir vegna herkvaðningar. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir hitti fólkið við komuna til Íslands aðfaranótt fimmtudags eftir langt og strangt ferðalag frá Úkraínu. „Við eigum geggjaðan sal sem stendur auður á kvöldin. Við ætlum að hafa opið frá 18 til 20 alla virku daga á næstunni og reyna að búa til samkomustað fyrir fólk frá Úkraínu,“ segir Valgeir. Þar geti fólk mætt með börnin sín, farið yfir málin og talað sig í gegnum tilfinningar sínar, hvert við annað eins og Valgeir kemst að orði. „Að þau hafi einhvern griðastað.“ Hann hvetur Úkraínufólk og aðstandendur til að mæta. Hann segist hafa rætt við ýmsa aðila varðandi að útvega mat. KFC ætli að ríða á vaðið í kvöld og segist Valgeir eiga von á hátt í hundrað manns. Svo sé von á því að fólki fjölgi mjög hratt næstu daga og vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra virkjaði í gær 44. grein útlendingalaga sem kveður á um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta fólks frá ákveðnum svæðum. Fólk frá Úkraínu fær sjálfkrafa vernd hér á landi eftir breytinguna, og þarf ekki að fara í gegnum umsóknarferli. Dómsmálaráðherra kynnti þessa ákvörðun fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði þessa breytingu í samtali við fréttastofu í morgun. Valgeir segir að hausinn hafi farið á fullt í heimsókn sinni til Sveins og fjölskyldu í gær. Þar hafi líka safnast upp ýmis leikföng fyrir börn og Valgeir býður upp á að leikföngin berist auglýsingastofunni. Þá geti börnin valið sér leikföng í kvöldverðartímanum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hjálparstarf Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00 Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. 3. mars 2022 19:00
Vaktin: Ætla ekki að setja á flugbann og spá enn verra ástandi í Úkraínu Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29