Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. mars 2022 08:00 Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Utanríkismál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar