Ráðherra skipulagsmála boðar frestun uppbyggingar í Skerjafirði Bergþór Ólason skrifar 1. mars 2022 13:30 Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Ólason Miðflokkurinn Reykjavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Eflaust gerir maður of lítið af því að hrósa pólitískum andstæðingum en innanríkisráðherra brást þannig við í umræðum á Alþingi í gær, um málefni flugvalla, að ekki er annað hægt en að hrósa honum fyrir. Í umræðu um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata óskaði eftir, spurði ég innviðaráðherra að því hvernig hann sjái fyrir sér þróun innanlandsflugs, komi upp sú staða að rekstrarhæfi vallarins í Vatnsmýrinni skerðist umtalsvert vegna byggingar nýrra hverfa við flugvöllinn. Spurningin var sett fram í því samhengi að ráðherrann áætlar að það taki 15-20 ár að gera nýjan flugvöll starfhæfan í Hvassahrauni (það bíður betri tíma að ræða hvort vit sé í þeirri framkvæmd). Um þetta spurði ég í því ljósi að stöðugt er þrengt að flugvellinum í Vatnsmýrinni og þar með dregið úr rekstraröryggi hans. Mat Hollensku flug- og geimferðastofnunarinnar (NLR), sem ISAVIA fékk til að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, bendir til að byggð eins og sú sem nú er áætluð í Skerjafirði geti haft umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Byggðin á Valssvæðinu hefur þegar haft neikvæð áhrif. Þrengingastefnan gagnvart flugvellinum hefur áhrif strax og byggðin rís, en lausnin sem er boðuð er fugl í skógi eftir 15-20 ár, og það er ef allt gengur eins og í sögu (jafn ólíklegt og það nú er). Iðulega eru svör ráðherra í sambærilegum umræðum óljós og fáu er hönd á festandi, en í gær svaraði innviðaráðherra (og þar með ráðherra skipulagsmála) því til að það væri „alveg skýrt að í þessu samkomulagi þá skal Reykjavíkurborg viðhalda sama rekstraröryggi og er á núverandi flugvelli. Ef að Skerjafjarðarhugmyndirnar raska [flugöryggi], þá þurfa þær einfaldlega að stöðvast, að bíða, það liggur alveg augljóslega fyrir nema einhverjar mótvægisaðgerðir séu til, ef að það væri þannig, þessu þarf bara að svara og er í vinnslu og mun skýrast“. Mótvægisaðgerðir eru þær helstar að draga úr byggingamagni og lækka fyrirhugaða byggð í Skerjafirðinum en á meðan formaður skipulagsráðs heldur því fram að án landfyllingar í Skerjafirði verði nýja hverfið ekki sjálfbært, þá er eflaust tómt mál að tala um þá lausn gagnvart Reykjavíkurborg. Eða, eins og Hollenska flug- og geimferðastofnunin bendir á í úttekt sinni, þar sem niðurstaðan var afdráttarlaus um að nýtt hverfi í Skerjafirði kallaði á mildunarráðstafanir, sem myndu aldrei felast í neinu öðru en takmörkuðu notagildi flugvallarins. Í þessu ljósi er ekkert annað í stöðunni en að fresta uppbyggingu á svæðinu, þar til nýr flugvöllur fyrir innanlandsflugið verður tekinn í notkun, hvenær svo sem það verður. Það getur ekki verið ásættanlegt að Reykjavíkurborg velji úr þau atriði sem borgin ætlar að standa við í samningum sínum við fulltrúa ríkisvaldsins. Þá gildir einu um hvort samkomulag snúi að flugvellinum í Vatnsmýrinni eða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Á meðan áform borgarinnar um uppbyggingu í Skerjafirði virðast vera á sjálfstýringu þá er ekki annað í stöðunni fyrir innviðaráðherra en að stíga með ákveðnum hætti inn í málið, enda er hann nú orðinn ráðherra skipulagsmála, flugvallarmála, byggðamála og í rauninni allra þeirra mála sem mestu skipta er varða flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Ég hvet innviðaráðherra til dáða í þessum efnum, en tíminn er takmarkaður til að bregðast við. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun