Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. febrúar 2022 15:07 Landspítali er á neyðarstigi en á þessum degi fyrir tveimur árum greindist fyrsta Covid-smitið hér á landi og fyrsti Covid-sjúklingurinn var lagður inn. Vísir/Vilhelm Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum. „Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
„Þökk sé vægara afbrigði veirunnar og afburða góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar að COVID veikindi eru mun vægari en áður var. Eigi að síður er mikið álag á spítalann um þessar mundir vegna þess hve faraldurinn er útbreiddur í samfélaginu og ekki þola allir sýkinguna jafnvel,“ segir í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans. Þeir sem standa höllum fæti vegna undirliggjandi sjúkdóma eða annarra þátta geta hæglega orðið það veikir að þeir þurfi á innlögn að halda en þó er mun minna um veikindi sem þarfnast gjörgæsluvistunar. „Landspítali stendur nú í miklum stormi en eins og allar febrúarlægðirnar sýndu svo vel þá mun hann væntanlega ganga yfir á næstu vikum. Þá ætti lífið að geta færst í eðlilegt horf á spítalanum og hægt að taka til við að vinna niður biðlista og leysa úr þeim fjölda verkefna sem hafa þurft að bíða vegna faraldursins,“ segir enn fremur í tilkynningu nefndarinnar. Landspítali starfar nú á neyðarstigi en hann var færður yfir á neyðarstig úr hættustigi síðastliðinn föstudag, eftir að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt. Frá upphafi faraldursins hafa 934 sjúklingar legið á spítalanum með Covid, þar af 116 á gjörgæslu, og hafa 46 látist á spítalanum. Meðal þeirra sem eru nú inniliggjandi með Covid eru tvö börn á barnadeild en aðrir sjúklingar liggja á fjölmörgum deildum. 271 starfsmaður Landspítala er nú í einangrun en um 2.200 starfsmenn hafa smitast í ómíkron bylgjunni og hefur annar eins hópur fengið önnur afbrigði veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07 Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50 Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. 25. febrúar 2022 22:07
Landspítali færður á neyðarstig Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag. 25. febrúar 2022 14:50
Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn. 25. febrúar 2022 00:00