Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 22:01 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Einar/Stöð2 Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún. Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún.
Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira