Merkel fylgist áhyggjufull með þróuninni Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 09:56 Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz tók nýverið við embætti kanslara af Angelu Merkel. AP Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og stendur að sögn þýskra miðla þétt við bakið á sporgöngumanni sínum í embætti, Olaf Scholz kanslara. „Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
„Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira