Sagan endalausa í Norðvestur Indriði Ingi Stefánsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun