Texas í hart gegn foreldrum transbarna Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 21:57 Greg Abbott talar hér til stuðningsmanna sinna á framboðsfundi fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórakosningar fara fram í Texas í nóvember. Vísir/AP Ríkisstjóri Texas hefur fyrirskipað starfsmönnum ríkisins að rannsaka mál sem tengjast réttindum og kynleiðréttingaferli transbarna. Texas gæti fetað í fótspor ríkja sem bannað hafa kynleiðréttingar barna. Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum. Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Í bréfi sem ríkisstjórinn, Greg Abbott, sendi skrifstofu fjölskyldu- og barnaverndar í Texas um helgina fylgdi hann eftir yfirlýsingu ríkissaksóknara Texas, Ken Paxton, sem hélt því fram að hlutar ferlisins í kynleiðréttingu barna væru ofbeldi gegn börnum. Báðir eru þeir Abbott og Paxton Repúblikanar. Í bréfinu segir Abbott að skurðaðgerðir og hormónameðferðir vegna kynleiðréttingar gætu flokkast sem ofbeldi gegn börnum samkvæmt lögum Texasríkis. Þá tók hann fram að barnaverndarskrifstofan bæri ábyrgð á því að vernda börn gegn ofbeldi og bætti við á Twitter að stofnunin ætti að ákæra tilfelli þar sem grunur væri uppi um slíkt. Texas Attorney General: “There is no doubt" that gender transition of minors is ‘child abuse’ under Texas law.The Texas Dept. of Family & Protective Services will enforce this ruling and investigate & refer for prosecution any such abuse.https://t.co/hZQguNOiye— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) February 22, 2022 Þá sagði Abbott að læknum, hjúkrunarfræðingum og kennurum bæri skylda til að tilkynna ofbeldi gagnvart börnum og að hægt væri að ákæra þá sem ekki framfylgdu þeim skyldum. Þetta er nýjasta útspil hans í þeirri vegferð að takmarka réttindi transbarna en í október skrifaði Abbott undir lög sem banna transstúlkum að keppa í kvennaflokki í íþróttum. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa fetað svipaðar slóðir og Texas. Í apríl voru samþykkt lög sem banna kynleiðréttingar barna og fyrr í þessum mánuði skrifaði ríkisstjóri Suður-Dakóta undir lög sem banna transstúlkum að spila í kvennaflokki íþrótta alveg út háskóla. Demókratar hafa brugðist við þessum yfirlýsingum Abbott. Saksóknari Harris sýslu, Christian Menefee gaf út yfirlýsingu þar sem Abbott og Paxton væru að hunsa lækna og vísvitandi að mistúlka lög. .@GovAbbott As the lawyer who represents DFPS in civil child abuse cases in Harris County, I can tell you my office won’t be participating in this political game. We’ll continue to follow the laws on the books—not @KenPaxtonTX’s politically motivated and legally wrong ‘opinion’ https://t.co/cJdaYE7uC3— Christian D. Menefee (@CDMenefee) February 22, 2022 Skrifstofa saksóknara í Travis sýslu þar sem höfuðborg Texas, Austin, er staðsett segist ekki ætla að framfylgja fyrirmælum Abbott. Delia Garza, saksóknari Travis sýslu, segir að forystumenn Repúblikana í ríkinu væru að reyna að gera ástríka og góða foreldra að glæpamönnum.
Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira