Fjölskyldur landsins í „hlekkjum afborgana“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 14:30 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga verði krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Sameyki Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags, segir að það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að stýra ekki húsnæðismarkaðnum og láta frumskógarlögmálið ráða för. Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Eitt af stóru baráttumálunum fyrir komandi kjarasamninga er krafan um mannúðlega húsnæðisstefnu. Liður í slíkri stefnu er hugmyndin um að lífeyrissjóðirnir ráðist í byggingaframkvæmdir með það fyrir augum að leigja út. Þórarinn ræddi við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu og þróun húsnæðismála leiðir í ljós að hlutfall leigjanda á Íslandi er 17% sem þykir nokkuð lágt hlutfall, einkum í samanburði við meðaltal leigjenda í Evrópusambandsríkjum sem er 30%. Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull kallaði eftir aðkomu lífeyrissjóðanna í pistli sem hann skrifaði í Stundina. Í staðinn fyrir að vera hluti af vandanum - með því að lána til húsnæðiskaupa og ýta undir hækkun íbúðaverðs, gætu þeir ráðist í byggingarframkvæmdir til útleigu. Þórarinn Eyfjörð formaður stéttarfélagsins Sameykis tekur undir með Jökli. Húsnæðiskerfið mannanna verk „Húsnæðiskerfið er bara mannanna verk og það er hægt að byggja ramma utan um kerfið sem er mannúðlegt, hjálpar fjölskyldum landsins og hjálpar þar af leiðandi hjálpar samfélaginu öllu til að vaxa og dafna á öllum sviðum. Þegar þú setur fjölskyldur landsins í spennitreyju og hlekki afborgana af lánum sem fólk ræður ekki við þá hefur það áhrif og afleiðingar á allt fjölskyldulífið og þá erum við að skila bæði börnunum okkar, vinnuaflinu og allri okkar tilveru til framtíðar í einhvers konar hlekkjum og það er ómöguleg stefna.“ Líkir leigumarkaðnum við þrælahald Þórarinn kallar ástandið eins og það er í dag „afborganavíti“. Stjórnvöld og allir sem eiga í hlut verði að finna lausnir. Liður í því er að gera leigumarkaðinn aðlaðandi fyrir lífeyrissjóðina. „Þeir geta komið inn á markaðinn til að byggja upp og síðan myndum við koma rekstrarfyrirkomulaginu í tryggan, öruggan rekstur því lífeyrissjóðirnir geta gert hóflega ávöxtunarkröfu, það er að segja ekki þetta markaðsálag og ekki þessa brjálæðislegu gróðahyggju heldur bara sem stabíla ávöxtunarleið til lengri tíma þar sem lífeyrissjóðirnir geta verið öruggir með ávöxtunina sína og leigjendur geta verið öruggir með sitt húsnæði, sitt leiguverð og þróun á leiguverði. Þannig geta þeir komist út úr þessu frumskógarlögmáli og þessu í rauninni þrælahaldi á fjölskyldum sem eru á leigumarkaðnum og ráða ekkert við leiguverðið,“ sagði Þórarinn. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur greint frá því ófremdarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði en tilfinnanlegur skortur er á íbúðum og húsnæðisverð fer ört hækkandi.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Vinnumarkaður Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Innlit í stúdíóíbúð á milljón/m²: Klikkunin á íslenskum húsnæðismarkaði Ástandið á íslenskum húsnæðismarkaði hefur aldrei verið eins slæmt, segja fulltrúar markaðarins sem fréttastofa hefur rætt við. 21. febrúar 2022 08:30
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent