Á besta aldri í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar