Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:06 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson. Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea. Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10