Tjáningarfrelsið okkar allra Ingunn Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:00 Tjáningarfrelsi er af hinu góða. Um það getum við öll verið sammála. Þetta tjáningarfrelsi leiðir til þess að við fréttum af ýmsu sem við hefðum annars ekki frétt af. Til dæmis fær íslenskur almenningur nú fregnir á íslensku af blaðaumfjöllun í Svíþjóð um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins og ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Þá er þetta uppi á borðinu og þar með ekki eitthvað sem kemur í bakið á honum síðar á formi síðbúinnar umfjöllunar eða kjaftasagna Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvort þessi laun séu sanngjörn og hvort maðurinn geti virkilega skilað verðmæti í samræmi við launin. Vonandi verður samt umræðan ekki til að hrekja Björn úr starfi á Íslandi. Hann skilaði mjög góðu búi þegar hann hætti sem forstjóri Landspítala en í því embætti lenti hann reyndar líka í hakkavélum sjálfskipaðralaunasérfræðinga landsins. Við þurfum nýjar leiðir til að stjórna Landspítalanum, flaggskipi heilbrigðisþjónustunnar, og Björn kann manna best á þær nýju leiðir. Rétt er að geta þess að þótt störfin væru bæði skilgreind sem full vinna má ætla að maðurinn gæti, með uppsöfnuðu sumarfríi og miklu púli, skilað fullri vinnu á báðum stöðum. Full vinna á Íslandi er líklega um 37 tímar á viku og ekki ólíklegt að hún sé jafnvel styttri tími í Svíþjóð. Á Íslandi má því vinna fulla vinnuviku á þremur dögum ef unnir eru rúmir 12 tímar á dag. Þetta ætti að sefa þá sem mæla vinnuframlag í klukkutímum. Þetta vinnuframlag verður hins vegar ekki mælt í klukkutímum heldur út frá þekkingu sem leiðir til lausna sem virka. Birgir Jakobsson var forveri Björns í starfi í Svíþjóð og að sumu leyti einnig forveri hans í starfi fyrir heilbrigðisráðuneytið á Íslandi. Þegar Birgir kom til Íslands í starf landlæknis, starf sem Björn hefur ekki gegnt, þá var hann að koma úr starfi á Karolinska sjúkrahúsinu, sama starfi og er aðalstarf Björns núna. Stuttu eftir að Birgir kom til starfa sem landlæknir bárust til Íslands fyrstu fréttir af máli sem fyrst hafði komið upp í Svíþjóð skömmu áður en Birgir hætti störfum sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins. Macchiarini málið. Ég held að Birgir hafi bæði í landlæknisembættinu og í starfinu sem aðstoðarmaður ráðherra liðið fyrir að íslenskir fjölmiðlar gerðu hans þætti í þessu erfiða máli frekar takmörkuð skil. Hefði einhver íslenskur blaðamaður rætt það atriði ítarlega við hann, að ég tali nú ekki um ef Alþingi hefði látið gera úttekt á hans þætti, þá hefði hann orðið sterkari stjórnandi því að þá hefði allt verið uppi á borðum núna. Tómas Guðbjartsson lenti í að verða andlit þessa erfiða máls gagnvart umheiminum af því að aðalskýrslan sem gerð var á Íslandi um Macchiarini málið var sameiginleg skýrsla Háskóla Íslands og Landspítalans (Landspítalinn hafði þó fengið gerða stutta skýrslu áður en til þess kom að sameiginlega skýrslan var gerð). Tómas veik sér ekki undan umfjölluninni heldur tók einfaldlega því sem að höndum bar. Þeir sem horfa á fjölmiðlaumfjöllun um Tómas og blaðaskrif Tómasar nú eru ekki í vafa um að hann hefur sterka rödd sem höfðar vel til almennings. Fyrir liggur urmull af skýrslum um málið. Í tveimur þeirra kemur fram (s. 40 í fyrri og s. 72 í seinni) að Birgir hafi fyrstur ráðamanna á Karolinska undirritað þá fyrirætlan að ráða Macchiarini. Í skýrslunum kemur fram að ákvarðanaröðin hafi verið þessi (út frá dagsetningum undirskrifta og fundargerða): Birgir Jakobsson sjúkrahúsforstjóri 7. september 2010 (s. 40), ráðningarnefndin (rekrutteringsutskottet) 22. september 2010 (s. 72), Harriet Wallberg rektor Karolinska institutt (háskólahlutans), Jan Andersson prorektor háskólahlutans og Paolo Macchiarini verðandi yfirlæknir og prófessor 5. október 2010 (s. 72) og næstráðandi Birgis sjúkrahúsforstjóra varðandi þessa ráðningu, hinn nýráðni yfirlæknir háls-, nef- og eyrnasviðsins (hóf störf í september 2010), undirritaði ráðninguna 11. nóvember 2010 (s. 39-40). Eftir að hafa séð þessa tímalínu í tengslum við siðfræðikennslu við Óslóarháskóla þá hef ég undrast þessa undirskriftaröð. Ég hef spurt Birgi Jakobsson, sem og einn meðlim ráðningarnefndarinnar og Harriet Wallberg fyrrverandi rektor um þetta atriði. Ég fékk þau svör hjá Birgi að þetta hafi verið formsatriði en frá ráðningarnefndarmeðlimnum að hún viti ekki hvers vegna Birgir skrifaði undir svo snemma og hjá Harriet Wallberg að með sinni undirskrift hafi Birgir gert ráðninguna mögulega því að hefði hann ekki skrifað undir þá hefðu engar aðgerðir verið gerðar. Ég er þess fullviss að Birgir vill, gagnsæis vegna, ræða þetta við íslenska fjölmiðla. Harriet Wallberg, sem var gerð að blóraböggli málsins í Svíþjóð og Tómas Guðbjartsson sem varð blóraböggullinn á Íslandi, hafa í raun komist mun betur frá þessu. Það er slæmt að lenda í klónum á einstaklingi með einbeittan brotavilja og Macchiarini virðist slíkur (málið fer fyrir dómstóla á þessu ári). En að lenda í klónum á slíkum einstaklingi og fá síðan ekki tækifæri til að verja sig er enn verra. Ástæða þess að Harriet Wallberg varð blóraböggull virðist vera að aðalhöfundur úttektarinnar sem gerð var á Karolinska stofnuninni ákvað að beina sjónum að ráðningunni frekar en þeim aðgerðum sem fram höfðu farið og þeim greinum sem birtar höfðu verið. Þar sem úttektin var gerð fyrir Karolinska stofnunina var Karolinska sjúkrahúsið aðeins utan radarsins. Aðalhöfundurinn var gamall stjórnmálamaður í ágætu vinfengi við annan gamlan stjórnmálamann sem í krafti stjórnarsetu sinnar á Karolinska stofnuninni fékk aðalhöfundinn til verksins. Þáverandi rektor Karolinska stofnunarinnar, eftirmaður Harriet Wallberg í þeim stóli, var einnig í vinfengi við áðurnefnda tvo herramenn. Harriet Wallberg lá þannig vel við höggi með því einungis að forsenda starfa Macchiarinis, sjálf ráðningin, yrði aðalmálið í skýrslunni um Karolinska stofnunina.* Niðurstaðan varð að kerfið dró ekki nauðsynlega lærdóma af því sem gerst hafði og að um Birgi Jakobsson bárust sögur með vindinum. Sögur sem hann hefði örugglega getað svarað vel fyrir ef fjölmiðlar hefðu gefið honum nægileg tækifæri til þess. Birgir Jakobsson ákvað 2013 að framlengja ekki samninginn við Macchiarini. Því hefur verið gaumur gefinn í íslenskum fjölmiðlum, en ekki hinu veigamikla atriðinu, þ.e. , hver reið á vaðið í ráðningunni. Ég held að það sé svo mikilvægt að draga fram í dagsljósið mál sem geta veikt stjórnanda í starfi að ef fjölmiðlarnir draga málin ekki fram þá sé full ástæða fyrir stjórnandann sjálfan til að gera það. Gera þyrfti samantekt á skýrslunum öllum til að draga fram hvaða lærdóma kerfið sem heild ætti að draga af Macchiarini málinu. *Efnisgreinin hér að ofan byggir á bókinni „När lögnen blir sanning“ eftir Harriet Wallberg og Kristina Appelqvist, sem gefin var út af Natur Kultur forlaginu 2019. Tímalína undirskrifta/ákvarðana við ráðningu Macchiarini á Karolinska spítalann og stofnunina Birgir Jakobsson forstjóri spítalans skrifar undir samning um að ráða 7. september 2010 Ráðningarnefnd stofnunarinnar samþykkir ráðningu 22. september 2010 Harriet Wallberg rektor stofnunarinnar skrifar undir samning um að ráða 5. október 2010 Jan Andersson prorektor skrifar undir ráðningarsamning 5. október 2010 Paolo Macchiarini skrifar undir ráðningarsamning 5. október 2010 Nýráðinn yfirlæknir HNE á KS skrifar undir ráðningarsamning 11. nóvember 2010 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Plastbarkamálið Landspítalinn Svíþjóð Tjáningarfrelsi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi er af hinu góða. Um það getum við öll verið sammála. Þetta tjáningarfrelsi leiðir til þess að við fréttum af ýmsu sem við hefðum annars ekki frétt af. Til dæmis fær íslenskur almenningur nú fregnir á íslensku af blaðaumfjöllun í Svíþjóð um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins og ráðgjafa heilbrigðisráðherra. Þá er þetta uppi á borðinu og þar með ekki eitthvað sem kemur í bakið á honum síðar á formi síðbúinnar umfjöllunar eða kjaftasagna Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvort þessi laun séu sanngjörn og hvort maðurinn geti virkilega skilað verðmæti í samræmi við launin. Vonandi verður samt umræðan ekki til að hrekja Björn úr starfi á Íslandi. Hann skilaði mjög góðu búi þegar hann hætti sem forstjóri Landspítala en í því embætti lenti hann reyndar líka í hakkavélum sjálfskipaðralaunasérfræðinga landsins. Við þurfum nýjar leiðir til að stjórna Landspítalanum, flaggskipi heilbrigðisþjónustunnar, og Björn kann manna best á þær nýju leiðir. Rétt er að geta þess að þótt störfin væru bæði skilgreind sem full vinna má ætla að maðurinn gæti, með uppsöfnuðu sumarfríi og miklu púli, skilað fullri vinnu á báðum stöðum. Full vinna á Íslandi er líklega um 37 tímar á viku og ekki ólíklegt að hún sé jafnvel styttri tími í Svíþjóð. Á Íslandi má því vinna fulla vinnuviku á þremur dögum ef unnir eru rúmir 12 tímar á dag. Þetta ætti að sefa þá sem mæla vinnuframlag í klukkutímum. Þetta vinnuframlag verður hins vegar ekki mælt í klukkutímum heldur út frá þekkingu sem leiðir til lausna sem virka. Birgir Jakobsson var forveri Björns í starfi í Svíþjóð og að sumu leyti einnig forveri hans í starfi fyrir heilbrigðisráðuneytið á Íslandi. Þegar Birgir kom til Íslands í starf landlæknis, starf sem Björn hefur ekki gegnt, þá var hann að koma úr starfi á Karolinska sjúkrahúsinu, sama starfi og er aðalstarf Björns núna. Stuttu eftir að Birgir kom til starfa sem landlæknir bárust til Íslands fyrstu fréttir af máli sem fyrst hafði komið upp í Svíþjóð skömmu áður en Birgir hætti störfum sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins. Macchiarini málið. Ég held að Birgir hafi bæði í landlæknisembættinu og í starfinu sem aðstoðarmaður ráðherra liðið fyrir að íslenskir fjölmiðlar gerðu hans þætti í þessu erfiða máli frekar takmörkuð skil. Hefði einhver íslenskur blaðamaður rætt það atriði ítarlega við hann, að ég tali nú ekki um ef Alþingi hefði látið gera úttekt á hans þætti, þá hefði hann orðið sterkari stjórnandi því að þá hefði allt verið uppi á borðum núna. Tómas Guðbjartsson lenti í að verða andlit þessa erfiða máls gagnvart umheiminum af því að aðalskýrslan sem gerð var á Íslandi um Macchiarini málið var sameiginleg skýrsla Háskóla Íslands og Landspítalans (Landspítalinn hafði þó fengið gerða stutta skýrslu áður en til þess kom að sameiginlega skýrslan var gerð). Tómas veik sér ekki undan umfjölluninni heldur tók einfaldlega því sem að höndum bar. Þeir sem horfa á fjölmiðlaumfjöllun um Tómas og blaðaskrif Tómasar nú eru ekki í vafa um að hann hefur sterka rödd sem höfðar vel til almennings. Fyrir liggur urmull af skýrslum um málið. Í tveimur þeirra kemur fram (s. 40 í fyrri og s. 72 í seinni) að Birgir hafi fyrstur ráðamanna á Karolinska undirritað þá fyrirætlan að ráða Macchiarini. Í skýrslunum kemur fram að ákvarðanaröðin hafi verið þessi (út frá dagsetningum undirskrifta og fundargerða): Birgir Jakobsson sjúkrahúsforstjóri 7. september 2010 (s. 40), ráðningarnefndin (rekrutteringsutskottet) 22. september 2010 (s. 72), Harriet Wallberg rektor Karolinska institutt (háskólahlutans), Jan Andersson prorektor háskólahlutans og Paolo Macchiarini verðandi yfirlæknir og prófessor 5. október 2010 (s. 72) og næstráðandi Birgis sjúkrahúsforstjóra varðandi þessa ráðningu, hinn nýráðni yfirlæknir háls-, nef- og eyrnasviðsins (hóf störf í september 2010), undirritaði ráðninguna 11. nóvember 2010 (s. 39-40). Eftir að hafa séð þessa tímalínu í tengslum við siðfræðikennslu við Óslóarháskóla þá hef ég undrast þessa undirskriftaröð. Ég hef spurt Birgi Jakobsson, sem og einn meðlim ráðningarnefndarinnar og Harriet Wallberg fyrrverandi rektor um þetta atriði. Ég fékk þau svör hjá Birgi að þetta hafi verið formsatriði en frá ráðningarnefndarmeðlimnum að hún viti ekki hvers vegna Birgir skrifaði undir svo snemma og hjá Harriet Wallberg að með sinni undirskrift hafi Birgir gert ráðninguna mögulega því að hefði hann ekki skrifað undir þá hefðu engar aðgerðir verið gerðar. Ég er þess fullviss að Birgir vill, gagnsæis vegna, ræða þetta við íslenska fjölmiðla. Harriet Wallberg, sem var gerð að blóraböggli málsins í Svíþjóð og Tómas Guðbjartsson sem varð blóraböggullinn á Íslandi, hafa í raun komist mun betur frá þessu. Það er slæmt að lenda í klónum á einstaklingi með einbeittan brotavilja og Macchiarini virðist slíkur (málið fer fyrir dómstóla á þessu ári). En að lenda í klónum á slíkum einstaklingi og fá síðan ekki tækifæri til að verja sig er enn verra. Ástæða þess að Harriet Wallberg varð blóraböggull virðist vera að aðalhöfundur úttektarinnar sem gerð var á Karolinska stofnuninni ákvað að beina sjónum að ráðningunni frekar en þeim aðgerðum sem fram höfðu farið og þeim greinum sem birtar höfðu verið. Þar sem úttektin var gerð fyrir Karolinska stofnunina var Karolinska sjúkrahúsið aðeins utan radarsins. Aðalhöfundurinn var gamall stjórnmálamaður í ágætu vinfengi við annan gamlan stjórnmálamann sem í krafti stjórnarsetu sinnar á Karolinska stofnuninni fékk aðalhöfundinn til verksins. Þáverandi rektor Karolinska stofnunarinnar, eftirmaður Harriet Wallberg í þeim stóli, var einnig í vinfengi við áðurnefnda tvo herramenn. Harriet Wallberg lá þannig vel við höggi með því einungis að forsenda starfa Macchiarinis, sjálf ráðningin, yrði aðalmálið í skýrslunni um Karolinska stofnunina.* Niðurstaðan varð að kerfið dró ekki nauðsynlega lærdóma af því sem gerst hafði og að um Birgi Jakobsson bárust sögur með vindinum. Sögur sem hann hefði örugglega getað svarað vel fyrir ef fjölmiðlar hefðu gefið honum nægileg tækifæri til þess. Birgir Jakobsson ákvað 2013 að framlengja ekki samninginn við Macchiarini. Því hefur verið gaumur gefinn í íslenskum fjölmiðlum, en ekki hinu veigamikla atriðinu, þ.e. , hver reið á vaðið í ráðningunni. Ég held að það sé svo mikilvægt að draga fram í dagsljósið mál sem geta veikt stjórnanda í starfi að ef fjölmiðlarnir draga málin ekki fram þá sé full ástæða fyrir stjórnandann sjálfan til að gera það. Gera þyrfti samantekt á skýrslunum öllum til að draga fram hvaða lærdóma kerfið sem heild ætti að draga af Macchiarini málinu. *Efnisgreinin hér að ofan byggir á bókinni „När lögnen blir sanning“ eftir Harriet Wallberg og Kristina Appelqvist, sem gefin var út af Natur Kultur forlaginu 2019. Tímalína undirskrifta/ákvarðana við ráðningu Macchiarini á Karolinska spítalann og stofnunina Birgir Jakobsson forstjóri spítalans skrifar undir samning um að ráða 7. september 2010 Ráðningarnefnd stofnunarinnar samþykkir ráðningu 22. september 2010 Harriet Wallberg rektor stofnunarinnar skrifar undir samning um að ráða 5. október 2010 Jan Andersson prorektor skrifar undir ráðningarsamning 5. október 2010 Paolo Macchiarini skrifar undir ráðningarsamning 5. október 2010 Nýráðinn yfirlæknir HNE á KS skrifar undir ráðningarsamning 11. nóvember 2010
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun