Framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu. Framboðið samanstendur af frambærilegu ungu fólki sem vill vinna í þágu flokksins. Árið 2017 var síðast kosið milli tveggja framboða í Heimdalli og kosningarnar því, að mínu mati, löngu tímabærar. Það er í raun hollustumerki að fleiri en eitt framboð bjóði sig fram til stjórnarsetu í ungliðahreyfingu. Frelsismál skilin eftir Á núlíðandi kjörtímabili og því fyrra hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem hafa aðra sýn á samfélagið en hann sjálfur. Í umræddu samstarfi hefur flokkurinn þurft að víkja frá ýmsum grunnfrelsismálum, sem er miður. Afglæpavæðing neysluskammta, frjálsara fjölmiðlaumhverfi, niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu, aukið frelsi foreldra til að velja nafn á börnin sín og afnám einokunar ÁTVR á áfengissölu eru meðal þeirra mála sem að við hefðum viljað sjá Sjálfstæðisflokkinn leggja meiri áherslu á. Við munum halda þessum mikilvægu málum á lofti og skorum á flokkinn að standa með þeim. Auðvelt er að skilja þessi litlu frelsismál eftir og stimpla þau sem „ekki forgangsmál“ en þó svo að mál séu lítil í hinu stóra samhengi er það ekki ástæða til að skilja þau eftir. Flokkur unga fólksins Mikilvæg verkefni eru framundan hjá Heimdalli á komandi starfsári. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan en í þeim felast miklar áskoranir en þó ekki síður tækifæri – tækifæri til að sannfæra ungt fólk um gildi Sjálfstæðisstefnunnar. Heimdallur er þó ekki síður mikilvægur til að veita kjörnum fulltrúum aðhald með því að minna flokkinn á grunngildi sín þegar þeir eru komnir af sporinu. Við erum óhrædd við að stíga fram og minna flokkinn á þessi grunngildi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki og hefur sýnt það í verki, til að mynda með því að skipa tvo yngstu ráðherra í sögu íslenska lýðveldisins. Auk þess er vert að nefna að þeir tveir frambjóðendur sem hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor teljast ungir sjálfstæðismenn – enda falla allir flokksmenn þar undir sem eru á aldursbilinu 15 til 35 ára. Á fyrri árum dró ungt fólk vagninn í fylgi flokksins en það er ekki raunin lengur. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur unga fólksins. Grunnstef flokksins um frelsi einstaklingsins til athafna á samleið með skoðunum ungs fólks en þrátt fyrir það er raunin sú að ungt fólk telur sig ekki eiga samleið með flokknum. Því er ljóst að Sjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum því án ungs fólks á flokkurinn enga framtíð. Hugsjónir ungs fólks eru hugsjónir framtíðarinnar, hugsjónir sem flokkurinn hefur horft framhjá og ekki hlustað nægilega vel á. Því þarf öfluga ungliðahreyfingu til að minna flokkinn á að svara kalli framtíðarinnar – því framtíðin bíður ekki eftir Sjálfstæðisflokknum. Við bjóðum því fram okkar krafta til að leiða ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll búsett í Reykjavík á aldrinum 15 – 35 ára sem eru skráð í flokkinn geta kosið – hægt er að skrá sig með rafrænum skilríkjum, hér: https://xd.is/minar-sidur/. Kosið verður í Valhöll (Háaleitisbraut 1) milli kl 16 – 20 á fimmtudag og 16 – 19 á föstudag. Ég skora á þig, kæri lesandi, að taka þátt! Höfundur leiðir lista Birtu Karenar og Kára Freys í framboði til stjórnarsetu í Heimdalli, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun