Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. febrúar 2022 14:01 Axel Sæland, garðyrkju og blómabóndi á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, ásamt konu sinni, Heiðu Pálrúnu Leifsdóttur en þau eiga stöðina saman. Heiða á von á risa blómvendi frá sínum manni á konudaginn. Ívar Sæland Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins. Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Konudagur er fyrsti dagur góu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Konudagur hefur alltaf verið mikill blómadagur því þá er vinsælt hjá karlmönnum að gefa konum sínum blóm. Íslenskir blómabændur hafa staðið í ströngu við að undirbúa konudaginn með ræktun á fjölbreyttum blómum, sem eru nú komin í verslanir. Blómin eru mjög fjölbreytt á litinn.Ívar Sæland Axel Sæland rekur garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, þar sem mikið af blómum er í framleiðslu allt árið um kring og ekki síst fyrir konudaginn. „Skipulag fyrir svona dag byrjar í rauninni alveg ári áður en þá þurfum við að taka saman hvernig síðasti dagur fór og skipuleggja restina út frá honum, hvort við erum að fara að bæta í eða draga úr eða hvaða litaúrval við ætlum að veðja á næsta árið,“ segir Axel. Myndarlegur hópur starfsfólks Espiflatar í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð.Ívar Sæland Axel segir ekki möguleika fyrir þær átta garðyrkjustöðvar, sem eru í afskornum blómum að hafa nóg fyrir konudaginn og því þurfi að flytja inn töluvert af blómum til að anna eftirspurninni. „Já, já, það þarf að gera það.“ Hvað sýnist þér með litinn í ár, hvað verður vinsælasti liturinn á morgun? „Bleikur og lillatónar hafa verið að ryðja sér meira til rúms. Ég hef svolítið veðjað á það, við gerðum það líka síðasta og ákváðum að gera það aftur, þannig að ég veðja á hann,“ segir Axel. Það hefur verið allt á fullu síðustu vikur í Espiflöt að undirbúa konudaginn 2022.Ívar Sæland En hvað er þetta með konudaginn og blóm? „Já, það er góð spurning, þetta er eitthvað sem er orðið fast í þjóðarsálinni, sem við garðyrkjubændur erum gríðarlega ánægðir með. Þetta er tilefni og samfélagið leitar oft eftir tilefnum til að fara og lyfta sér upp og gera sér glaðan dag og blóm hafa náð ákveðinni festu í konudeginum.“ En hvað með blómabóndann Axel, gefur hann sinni konu blóm á konudaginn? „Já, að sjálfsögðu gef ég henni blóm en ég reyni að horfa á fleiri tilefni en bara konudaginn. Það er alltaf gaman þegar maður er að taka inn ný afbrigði inn í húsið, nýjar tegundir eða nýjar litapallíettur í blómunum, þá leyfir maður henni að njóta í fyrstu blómunum, sem koma í því,“ segir Axel, alsæll blómabóndi í Biskupstungum. Konudagurinn er langstærsti blómasöludagur ársins.Ívar Sæland
Bláskógabyggð Blóm Konudagur Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira