Hugsum vel um eldri íbúa Stella Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:01 Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar