Sjóþunginn lék borgarbúa grátt: „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2022 13:26 Veruleiki margra í morgun. egill aðalsteinsson Töluverðum snjó kyngir niður á Suðvesturlandi og áttu margir hverjir erfitt með að komast til vinnu í morgun. Aðstæður verða krefjandi fyrir vegfarendur fram eftir degi og víða eru vegir lokaðir. Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson Veður Reykjavík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Hljóðið í upphaf útvarpsfréttarinnar einkenndi morgun margra íbúa Suðvesturlands sem þurftu að moka bíla sína út úr stæðum til þess að komast til vinnu. Fréttastofa fór á stúfana um klukkan tíu í morgun og ræddi við vegfarendur sem unnu að því að ýta föstum bílum og koma sér til vinnu í snjóþunganum. Gengur þetta? „Já, já. Það þarf að moka þetta,“ sagði Þórarinn, þegar hann var að moka frá tröppunum að heimili sínu. Hvernig finnst þér snjórinn? „Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur. Komin með nóg af þessu,“ sagði Elín, íbúi í Hlíðunum sem var að moka frá bílnum. Skyggni er ekki með besta móti.egill aðalsteinsson Vegir víða lokaðir Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að aðstæður verði mjög krefjandi fyrir vegfarendur á Suðvesturlandi í dag. Búast megi við því að færð á vegum versni þegar líður á daginn en víða er flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs. Björgunarsveitirnar Ingunn og Tintron aðstoðuðu konu á Lyngdalsheiði sem hafði gengið í blindbyl í um tvo tíma í nótt, en hún óskaði eftir aðstoð eftir að hafa gengið frá snjóhúsi sem hún hafði dvalið í. Ekkert met slegið Veðurfræðingur á veðurstofunni segir að þó að snjókoma hafi verið mikil sé ekki um neitt met að ræða. „Nei þetta er alls ekki met snjór. Það mældust 25 cm á Bústaðarvegi í morgun. Meðaltal af dýptarmælingum sem voru gerðar. Það var meiri snjór í lok janúar, byrjun febrúar árið 2019 og þar áður árið 2017 þannig að metið er rúmir 50 cm frá árinu 2017,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs og segir Elín viðbúið að það verði vetrarástand og vetrarfærð næstu daga. Vonandi er þessi bíll ekki lengur fastur á bílastæðinu.egill aðalsteinsson
Veður Reykjavík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira