Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 23:46 Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs á að skila tillögum í apríl um hvernig bregðast eigi við miklum skorti á íbúðarhúsnæði. Vísir/Vilhelm Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið. Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fyrir gerð kjarasamninga árið 2019 var skipaður átakshópur til að koma með tillögur í húsnæðismálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið á fundi þjóðhagsráðs á dögunum að endurvekja hópinn vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. “Ég held að við séum öll sammála um það í þjóðhagsráði þar sem sitja aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar ríkis- og sveitarfélaga og Seðlabanka að þetta er mjög stórt viðfangsefni,” segir Katrín. Það blasi þó aðeins annars konar áskoranir við nú en árið 2019 þegar mikið hafi áunnist. Stór hluti af þeim íbúðum sem byggðar voru eftir það hafi átt rætur í tillögum átakshópsins. Forsætisráðherra segir ríki, sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og aðila á markaði verða að koma sameiginlega að því að skapa lausnir í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Þar vil ég sérstaklega nefna stofnframlög til almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánin. Sem gerir það að verkum að við erum að sjá fleiri fyrstu kaupendur á markaðnum. Það sem blasir við núna hins vegar er skortur á framboði. Við erum að sjá mannfjöldaspá Hagstofunnar sem segir okkur að þörfin er að aukast meira en áður var talið. Við erum ennþá með uppsafnaða þörf frá árunum eftir hrun. Þannig að það er alveg ljóst að það þarf að grípa til aðgerða til að auka hér framboð á húsnæði,“ segir forsætisráðherra. Það snúist um lóðir, skipulagningu lóða og uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði sem henti ólíkum hópum. Átakshópurinn sem nú verið endurvakinn muni meðal annars skoða aukin framlög ríkisins í almenna húsnæðiskerfið. Í aðdraganda lífskjarasamninganna árið 2019 var myndaður átakshópur á vegum þjóðhagsráðs sem skilaði tillögum sem meðal annars leiddu til framlaga ríkisins til byggingar stéttafélaga og annarra óhagnaðardrifinna félaga í almenna húsnæðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Þau eiga að vinna hratt eins og fyrri daginn. Þeirra verkefni er sérstaklega að horfa á framboðshliðina og skoða stöðu þeirra sem höllustum fæti standa þegar kemur að húsnæðismarkaðnum,“ segir Katrín. Í fréttum okkar á sunnudag fyrir viku sögðum við frá því að Íslendingar fjölguðu sér ekki nóg til að anna eftirspurn eftir vinnuafli á öllum sviðum samfélagsins. Því þyrftu um tólf þúsund manns að flytja varanlega til landsins á næstu fjórum árum. „Þá þarf að horfa til húsnæðismála og annarra innviða. Það er alveg ljóst að til að takast á við vaxandi fjölda sem og uppsafnaða þörf kallar á samstillt átak. Bæði ríkis og sveitarfélaga en ekki síður allra aðila í raun og veru sem sitja við borðið. Þá er ég að tala um aðila vinnumarkaðarins og svo auðvitað allra aðila á markaði sem eru í þessum verkefnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05 Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18 Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn. 9. febrúar 2022 16:05
Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. 9. febrúar 2022 13:18
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. 9. febrúar 2022 07:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent