Velferðartækni – tækifæri til framtíðar Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2022 07:30 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna. Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar