Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 23:50 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. Meðal þess sem Trump tók með sér til Flórída voru opinber bréf sem hann hafði fengið frá Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og bréf sem Barack Obama, forveri hans, hafði skilið eftir handa honum í Hvíta húsinu. Gögnin hefðu átt að vera afhent Þjóðskjalasafninu samkvæmt lögum. Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins gruna Trump um að hafa brotið lög varðandi meðhöndlun opinberra gagna og þar á meðal gagna sem leynd hvílir á. Þess vegna var samband haft við dómsmálaráðuneytið og fólk þar á bæ beðið um að rannsaka málið, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort ráðuneytið muni verða við beiðninni. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington post ræddu við segja ólíklegt að málið muni leiða til vandræða fyrir Trump eða mögulegrar ákæru. Trump sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist hafa átt í góðum samræðum við starfsmenn Þjóðskjalasafnsins og hefði látið senda áðurnefnda kassa af gögnum í takti við lögin. Þá sendi hann fjölmiðlum vestanhafs pillu og sakaði þá um að gefa í skyn að ekki væri allt með felldu. Forsetinn fyrrverandi sagði einnig að einhvern daginn yrði mikið af þessum gögnum til sýnis fyrir almenning til heiðurs þess mikla árangurs sem hann hafi náð í starfi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Meðal þess sem Trump tók með sér til Flórída voru opinber bréf sem hann hafði fengið frá Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og bréf sem Barack Obama, forveri hans, hafði skilið eftir handa honum í Hvíta húsinu. Gögnin hefðu átt að vera afhent Þjóðskjalasafninu samkvæmt lögum. Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins gruna Trump um að hafa brotið lög varðandi meðhöndlun opinberra gagna og þar á meðal gagna sem leynd hvílir á. Þess vegna var samband haft við dómsmálaráðuneytið og fólk þar á bæ beðið um að rannsaka málið, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort ráðuneytið muni verða við beiðninni. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington post ræddu við segja ólíklegt að málið muni leiða til vandræða fyrir Trump eða mögulegrar ákæru. Trump sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist hafa átt í góðum samræðum við starfsmenn Þjóðskjalasafnsins og hefði látið senda áðurnefnda kassa af gögnum í takti við lögin. Þá sendi hann fjölmiðlum vestanhafs pillu og sakaði þá um að gefa í skyn að ekki væri allt með felldu. Forsetinn fyrrverandi sagði einnig að einhvern daginn yrði mikið af þessum gögnum til sýnis fyrir almenning til heiðurs þess mikla árangurs sem hann hafi náð í starfi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48