Hafði endanlega betur og fær tugmilljóna bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2022 15:33 Mótorhjólamaðurinn slasaðist alvarlega í slysinu en mun nú fá fullar bætur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Vörður þarf að greiða mótorhjólamanni sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi árið 2013 67 milljónir í bætur vegna slyssins. Tekist var á um hvort að mótorhjólamaðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda árekstursins. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins. Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Manninum hafði áður verið dæmdar bætur í héraði og í Landsrétti, en þar var honum gert að bera tjón sitt sjálfur að þriðjungi. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók hann bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafðist hann 67 milljóna króna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins. Krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins en varanleg orörka mannsins var metin 85 prósent eftir slysið. Tryggingafélagið viðurkenndi bótaskyldu í málinu en taldi að skerða ætti bætur um helming vegna stórkostlegs gáleysis mannsins. Deila mannsins og Varðar snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Þá taldi mótorhjólamaðurinn að tilkynning Varðar um að félagið hygðist skerða bætur vegna slyssins hafi borist of seint, eða átján mánuðum eftir slysið. Þetta virðist hafa haft verulega þýðingu í úrlausn Hæstaréttar í málinu en í niðurstöðu dómsins segir að með þessu hafi tryggingafélagið sýnt af sér verulegt tómlæti, og þar með glatað rétti sínum til að skerða bætur mannsins. Þarf Vörður því að greiða manninum fullar bætur, 67 millónir króna, að frádregnum 35 milljónum króna sem félagið hefur þegar greitt manninum vegna slyssins.
Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. 23. mars 2019 09:20