Langvarandi notkun parasetamóls auki mögulega áhættuna á hjartasjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 09:14 Samkvæmt upplýsingum á vef embættis landlæknis fengu 15.600 Íslendingar ávísað parasetamóllyfjum árið 2019. Þar sem parasetamól fæst án lyfseðils má gera ráð fyrir að þeir sem fá því ávísað séu að nota það til langs tíma. Einstaklingar með háþrýsting sem taka parasetamól við krónískum verkjum gætu verið í aukinni áhættu á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við Edinborgarháskóla. Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rannsakendurnir segja að læknar ættu að vega og meta ávinninginn og áhættuna af því að láta sjúklinga nota parasetamól um margra mánaða skeið. Þeir ítreka hins vegar að fólki sé fullkomlega óhætt að taka lyfið einstaka sinnum, til dæmis við höfuðverkjum og hita. Aðrir sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf. Parasetamól er notað út um allan heim til að draga úr verkjum og hita. Því er hins vegar einnig ávísað við krónískum verkjum. Einn af hverjum tíu Skotum fékk lyfinu ávísað árið 2018 en einn af hverjum þremur Bretum greinist með háþrýsting. Í rannsókninni var fylgst með 110 sjálfboðaliðum en tveir þriðju voru fyrir á lyfjum við háþrýstingi. Þátttakendurnir voru beðnir um að taka eitt gramm af parasetamóli fjórum sinnum á dag í tvær vikur og lyfleysu í aðrar tvær vikur. Niðurstöðurnar sýndu að notkun parasetamóls leiddi til blóðþrýstingshækkunar, sem er einn stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að hjartaáföllum og heilablóðföllum. Rannsakendurnir beina því til lækna að skrifa upp á eins lítinn skammt af parasetamóli og mögulegt er vegna krónískra verkja og fylgjast vel með þeim sem þjást af háþrýstingi eða eru í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Dipender Gill, sérfræðingur í klínískri lyfjafræði við St. George's við Lundúnarháskóla, segir hins vegar margt á huldu. Í fyrsta lagi sé óvíst hvort blóðþrýstingshækkunin sem parasetamólnotkunin olli hjá þátttakendunum sé komin til að vera. Þá sé óvíst að hún auki endilega áhættuna hvað varðar hjartasjúkdóma. Stór rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum benti til fylgni á milli notkunar parasetamóls og hjartaáfalla. Rannsakendur gátu hins vegar ekki sýnt fram á orsaksamband. Teymið við Edinborgarháskóla segist ekki geta útskýrt hvers vegna parasetamól ætti að hækka blóðþrýstinginn en að niðurstöðurnar ættu að fá lækna til að endurskoða hvernig þeir ávísa lyfinu ef um er að ræða langtímanotkun. BBC greindi frá.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira