Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 23:24 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. „Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira