Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Brynja við eyrugluna, sem hún var að klára að stoppa upp. Hún fær að vera upp á vegg í einhverjar vikur á meðan hamurinn þornar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira