Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:30 Það er oft mjög erfitt að stoppa Mathias Gidsel og þá grípa menn til þeirra örþrifaráða að toga í treyjuna. AP/Anna Szilagyi Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel. Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn