Dýrin og við Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. janúar 2022 11:00 Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Blóðmerahald Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi. Í 40 ár hefur verið stundað blóðmerahald á Íslandi, án þess að margir hafi gert við það athugasemdir, og hafa flestir einfaldega leitt þessa starfsem, sem þó hefur farið fram á yfir 100 bæjum, hjá sér, hafi þeir þá vitað af henni. 18. nóvember sl. gerðist svo það, að erlendir aðilar, svissnesk/þýzk dýraverndunarsamtök, gáfu út 126 síðna skýrslu, ásamt með heimildarmyndböndum, um raunveruleikann í blóðmerahaldi á Íslandi, sem þau kynntu fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Eins kom fram, að blóðmerahald er hvergi stundað í heiminum, nema hér, í Suður Ameríku og í Kína. Alls staðar annars staðar bannað, vegna mannúðar- og dýraverndunarsjónarmiða. Vegna þess ofbeldis, sem sýnt var fram á, að blóðmerar sættu, opnuðust augu manna fyrir raunverulegu eðli þessarar starfsemi, og skapaðist samúð flestra góðra manna með dýrunum - merunum, folöldunum og svínunum -, en þau ásamt með nokkrum öðrum húsdýrum, eða verksmiðjudýrum, eru svo fórnarlömb þessarar starfsemi. Fyrir undirrituðum er þetta góð þróun, en við skulum hugsa til þess, að það þurfti erlenda aðila til, til að opna augu okkar Íslendinga fyrir þessari óiðju og þessu dýraníði, sem fram hefur farið á okkar eigin heimavelli. Óiðjan var í gangi í áratugi, hefði mátt blasa við mörgum okkar, en við sáum hana ekki, vildum ekki sjá hana eða leiddum hana hjá okkur. Við nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins kom í ljós, að mikill meirihluti landsmanna áttaði sig á því, að blóðmerahald byggist á ofbeldi og meiðingum við dýrin, og tjáði sig andvígan því - 66% voru andvíg, 19% höfðu ekki skoðun og aðeins 15% voru hlynnt því -, þegar menn áttuðu sig loks á þessu og tóku við sér með það. Ég vil, að þessu tilefni, vekja upp aðra hlið á málinu, stöðu dýra almennt, í þeirri von, að einhverjir staldri aðeins og við velti henni fyrir sér upp á nýtt líka. Hestar, blóðmerar, eru auðvitað spendýr, en mannfólkið er líka spendýr. Þó ótrúlegt kunni að virðast, eru taldar vera um 5.500 tegundir spendýra á jörðinni. Þessi spendýr eru ólík að formi, gerð og stærð, en eru í grundvallar atriðum eins gerð og byggð. Öll spendýr, ekki bara spendýrið maðurinn, finna fyrir andlegri og líkamlegri vanlíðan og þjáningu, óttast og hræðast, kveljast af meiðlsum og áverkum, eins og við, kvíða reyndar líka fyrir, hryggjast, syrgja, hlakka til og gleðjast, allt meira og minna eins og við. Tilraunir eru gerðar á litlum músum, rottum eða kanínum - oft reyndar með hræðilegu kvalræði fyrir dýrin, sem sjaldnast lifa tilraunir af - og er árangur og niðurstöður síðan notaðar fyrir lyfjaþróun og nýjar lækninga lausnir fyrir mannfólkið. Þetta sýnir auðvitað og sannar náin tengsl og feykileg líkindi allra spendýra, að mönnum meðtöldum. Nýjasta dæmið um það, hversu lík öll spendýr og menn eru, er ígræðsla hjarta úr svíni í mann, sem virkar. Öll spendýr eru í grunninn sköpuð eins, nema, hvað maðurinn er gráðugri, grimmari og miskunnarlausari, en önnur spendýr. Og, hann einn drepur sér til gleði, án þarfar, af drápslosta. Önnur spendýr, rándýr, drepa af þörf. Punkturinn er: Okkur ber að virða líf og tryggja velferð annarra spendýra - reyndar allra dýra og alls lífríkis - eins og við reynum að tryggja eigin velferð. Kæri lesandi, það væri gott, ef þú opnaðir augun fyrir þessu. Takk fyrir athyglina. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar