„Ég kenni ekki kyrkingar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 19:49 Sigga Dögg kynfræðingur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00