Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu Embla María Möller Atladóttir og Brynjar Bragi Einarsson skrifa 26. janúar 2022 17:00 Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar