Sérhagsmunagæsla VG fyrir stórútgerðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 25. janúar 2022 17:31 Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrsta verk sjávarútvegsráðherra VG í nýrri ríkisstjórn var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheimildir til strandveiða næsta sumar um 1.500 tonn. Á Alþingi 25.01 2022 lagði ég fram þessa spurningu: „Mun hæstvirtur sjávarútvegsráðherra leiðrétta þann niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða sem ráðherrann ákvað með reglugerðarbreytingu 23. desember og nam 1.500 tonnum?“ Í svörum sínum sínu réttlætti ráðherra ákvörðun sína með því að minna væri til skiptanna skv. veiðiráðgjöf. „Ég mun sem ráðherra sjávarútvegsmála ekki hvika frá því að fara að vísindalegri ráðgjöf um nýtingu fiskstofna.“ Staðreyndin er hins vegar sú að strandveiðar við Íslandsstrendur ógna alls ekki fiskstofnum, aflatölurnar eru einfaldlega það lágar. Ef við skoðum málefnaleg sjónarmið á bak við skerðingu strandveiða, ætti meðalhófið að segja okkur að þær ættu að vera frjálsar. Það er hrein firra að halda því fram að þessar lágu aflaheimildir ógni fiskstofnum. Að vísa í almenna skerðingu eða halda því fram að þessi 1.500 tonn muni bjarga fiskstofnum Íslands er bara hlægilegt. Hins vegar munar hinar dreifðu sjávarbyggðir Íslands mikið um þessa skerðingu, auk þess sem ráðherra, sem væri í raun annt um sjálfbærni, sæi sóma sinn í að taka umhverfissjónarmið inn í dæmið. Forgangsverkefni VG að þjarma að hinum smærri Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda í strandveiðum er í hróplegu ósamræmi við stefnuskrá flokksins og hástemmd loforðin í kosningabaráttu Vinstri grænna sl. haust. Boðskapur VG í Norðvesturkjördæmi var þessi: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun ráðherrans er því hrein og klár svik við þá 1.900 kjósendur sem kusu VG kjördæminu, að stórum hluta vegna þessara loforða, og afhjúpa blekkingarleik VG. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. Einbeittur vilji þeirra kemur glögglega fram í athugasemdum fulltrúa þeirra við frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóti). Þar segir: „Samtökin [SFS] hafa ítrekað lýst þeirri afstöðu að hætta eigi strandveiðum og fella aflamark, sem tekið hefur verið af öðrum og ráðstafað til þessara veiða, undir aflahlutdeildarkerfið.“ Þar á bæ er ekki litið á strandveiðar sem atvinnuveiðar og virðingin fyrir þeim engin. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Hræðslan við strandveiðarnar er með ólíkindum, og það er ekki af umhyggju SFS fyrir vernd fiskistofna. Sjálfbærustu veiðarnar Strandveiðar hafa reynst hinum dreifðu sjávarbyggðum dýrmætar. Þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Þær hafa líka verið tækifæri fyrir ungt fólk að hefja veiðar. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Íbúar sjávarbyggðanna eiga skilið að fá að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða en ekki ómarktækum fagurgala rétt fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun