Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 16:37 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess. „Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni. Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
„Ábatinn er á bilinu 186 til 236 milljarðar. Sundabrautin styttir leiðir og minni akstur dregur þar af leiðandi bæði úr útblæstri og mengun. Heildaraksturinn gæti minnkað um 150 þúsund kílómetra á hverjum sólarhring,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu sem starfshópur skilaði til ráðherra og borgarstjóra myndi brú kosta um 69 milljarða en göng 83 milljarða. Ríki og borg undirrituðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagningu Sundabrautar þar sem sammælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er sannfærður um að Sundabraut verði komin í gagnið árið 2034.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi segir næstu skref nú skýr og Sundabraut komin í fastar skorður og öruggt ferli. Framundan væri umhverfismat og á sama tíma væri hægt að vinna að breytingum á skipulagi Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins. Einnig þurfi að fara að undirbúa útboð og ræða við Faxaflóahafnir varðandi útfærslu verði gerð brú yfir Kleppsvík en ekki farið í jarðgöng. Neðansjávargöng yfir Kleppsvík myndu kosta 14 milljörðum meira en brú yfir víkina. Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um málið í júlí í fyrra sagði Sigurður Ingi að brúin gæti orðið mikið tákn fyrir Reykjavíkurborg.Vegagerðin Nokkrar deilur hafa staðið um þetta mál í áratugi. Innviðaráðherra segir stofnkostnað meiri við göng en brú. Umferð færi meira óhindrað í gegnum göng en leiðin myndi styttast meira í kílómetrum með brú. Í dag telur Sigurður Ingi báða kostina koma til greina. Hæð brúarinnar ræður miklu um hvort Samskip geti haldið áfram allri starfsemi sinni á þeim stað sem skipafélagið er nú innan mögulegs brúarstæðis.Vegagerðin „Já, þeir koma í raun og veru báðir til greina á þessari stundu. Þó svo ég hafi um nokkurt skeið, og það hefur ekki breyst, talið að brúin hafi fleiri kosti í för með sér. Ekki síst vegna þess að hún er góður ávinningur fyrir gangandi og hjólandi og fyrir almenningssamgöngur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann reikni með að eiga fundi um þessi mál með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á næstunni.
Reykjavík Sundabraut Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarlína Mosfellsbær Tengdar fréttir Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15 Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15 „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“ Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu. 6. júlí 2021 22:15
Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. 19. febrúar 2021 12:15
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06