Stéttarfélög og #MeToo Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:30 Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Stéttarfélög Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun