Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 21. janúar 2022 20:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands Vísir/Vilhelm Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamanna félags Íslands, segir félagið líta atvikið alvarlegum augum og vonast til þess að lögreglan geri slíkt hið sama. „Þetta er ekki eins og hvert annað innbrot, þetta er innbrot í fjölmiðil, með virðist vera þann ásetning að hafa áhrif á starfsemi miðilsins, að lama starfsemi hans og eyða út efni sem þegar hefur verið skrifað,“ segir hún. Aðgerðir gegn fjölmiðlum áhyggjuefni Sigríður Dögg segir aðgerðir gegn fjölmiðlum á Íslandi hafa sést í auknum mæli að undanförnu og að það sé áhyggjuefni út af fyrir sig. „Við sjáum aðför Samherja gegn Kveiksmönnum, gegn Helga Seljan, þar sem var njósnað um fólk og því fylgt eftir, skipulögð áróðursstarfsemi gegn þeim. En þetta er af öðrum og jafnvel enn alvarlegri toga þegar um er að ræða innbrot í fjölmiðil og skemmdarverk hreinlega,“ segir hún. „Manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt“ Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs telur að um skipulagða atlögu gegn miðlinum hafi verið að ræða. „Þetta eru menn sem kunna til verka. Það liggur alveg fyrir. Þeir fara inn á vefinn, eyða og hafa fyrir því að tæma úr ruslinu og eyða greinunum. Það er engin tilviljun fólgin í þessu,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. Eðli málsins samkvæmt er Reyni illa brugðið eftir atburði næturinnar. „Það eina sem ég get sagt er að manni líður eins og manni hafi verið misþyrmt eða stunginn í bakið. En ég heiti því að við munum ná í gaurinn á hinum endanum.“ Rætt var við þau Reyni og Sigríði Dögg í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Fjölmiðlar Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu