Við eigum erindi í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 21. janúar 2022 20:01 Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun