Sakaður um aðgerðaleysi vegna kynferðisbrota presta Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 15:31 Benedikt páfi, sem áður hét Joseph Ratzinger. AP/Sven Hoppe Benedikt páfi er sakaður um að hafa sýnt af sér aðgerðaleysi í tengslum við misnotkun á fjögurra barna í biskupsdæmi hans í München op Freising frá 1977 til 1982. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum. Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn þýsks lögmannafyrirtækis sem kirkjan réði til að rannsaka ásakanir um kynferðisbrot innan kirkjunnar frá 1956 til 2019. Í skýrslunni segir að innan kirkjunnar hafi verið brotið á minnst 497 fórnarlömbum og þar af mestu á drengjum. Höfundum skýrslunnar þykir líklegt að brotið hafi verið á fleiri börnum en það hafi ekki verið tilkynnt. Í fjórum tilvikum sem snúa að Benedikt á hann að hafa sýnt fórnarlömbum engan áhuga og ekkert gert vegna misnotkunar áðurnefndra barna. Höfundar skýrslunnar segja Benedikt, sem er nú 94 ára gamall, neita allri sök og neita að hafa vitað af misnotkuninni. Martin Pusch, einn lögmannanna sem gerði skýrsluna, segir að miðað við þau gögn sem liggi fyrir sé erfitt að trúa því að Benedikt hafi ekki vitað af þessum málum, samkvæmt frétt Reuters. Í einu af þessum tilvikum á Benedikt, sem þá hét Joseph Ratzinger, að hafa vitað af því að prestur sem hafði verið færður í starfi og til biskupsdæmis Benedikts hafi verið sakaður um að brjóta á drengjum. Hann leyfði prestinum þó að halda starfi sínu. Samkvæmt annarri skýrslu sem birt var árið 2018 urðu minnst 3.677 börn fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta í Þýskalandi frá 1946 til 2014. Benedikt varð árið 2013 fyrstu páfa í meira en sex hundruð ár til að stíga úr embætti og vísaði hann þá til þreytu. Hann hefur búið í Vatíkaninu síðan þá. Í yfirlýsingu frá Páfagarði segir að farið verði náið yfir skýrsluna. Í kjölfar þess muni forsvarsmenn Vatíkansins tjá sig. AP fréttaveitan segir Benedikt eiga stóran þátt í því að kaþólska kirkjan hafi byrjað að horfast í augu við það að margir prestar væru að brjóta á börnum og það að þeim væri ekki refsað, heldur væru biskupar að flytja þá þess í stað milli sókna. Þegar hann tók við stofnun Vatíkansins sem kallast Congregation for the Doctrine of the Faith, tók hann það að sér að rannsaka ásakanir gegn prestum.
Páfagarður Þýskaland Trúmál Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira