Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 14:10 Húsvíkingar og nærsveitungar verða ekki lengi án byggingarvöruverslunar. Vísir/Vilhelm Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“ Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“
Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22