Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 11:18 Ferdinand Marcos yngri er talinn líklegur til að bera sigur úr bítum í forsetakosningum Filippseyja í vor. EPA-EFE/ROUELLE UMALI Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016. Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016.
Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12