Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni Indriði Stefánsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi. Atkvæðavægi Lengi hafa kjósendur Suðvesturkjördæmis búið einir kjósenda á landinu við skert atkvæðavægi. Í síðustu kosningum gilti atkvæði í Norðvesturkjördæmi 110% á við atkvæði í Suðvesturkjördæmi og því komið að leiðréttingu samkvæmt stjórnarskrá. Miðað við vef Alþingis er sú breyting nú horfin með lögum sem fallin eru úr gildi. Á Íslandi eru 6 kjördæmi sem skiptast í 2 hópa, þau sem eru með nokkuð jafnt atkvæðavægi og hin sem eru með mjög skakkt atkvæðavægi. Við síðustu kosningar var Norðvestur með 150% af landsmeðaltali, Norðaustur með 135% af landsmeðaltali og síðan Suðvestur með 71% af landsmeðaltali. Allt er þetta ákvörðun stjórnmálamanna og krefst ekki breytinga á stjórnarskrá, bara á kosningalögum. Ófullnægjandi breytingarákvæði Í kosningalögum eru ákvæði um að Landskjörstjórn skuli eftir hverjar almennar kosningar leiðrétta ójafnvægi atkvæða ef atkvæði í einu kjördæmi vegur meira en tvöfalt þyngra en atkvæði í öðru kjördæmi. Leiðréttingin má þó rétt aðeins sjá til þess að atkvæðavægið sé ekki tvöfalt. Við síðustu kosningar var það gert, þingmannafjöldinn var uppfærður þannig að hlutfallið yrði ekki lengur tvöfalt. Síðan þá hafa tekið gildi ný kosningalög og þar er þingmannafjöldinn sem birtur er á vef Alþingis enn sá sami og fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem ekki hafi verið reiknað með uppfærslunni sem hefði þó átt að blasa við. Það sem er þó mun óskiljanlegra er að við endurskoðun kosningalaga hafi tækifærið ekki verið nýtt til að jafna atkvæðavægið meira. Því eftir breytinguna sem nú er horfin verður Norðaustur áfram með 135% af landsmeðaltali, sem er 75% meira en Suðvestur, og Norðvestur skammt á eftir með 71% meira. Þá hefði mátt breyta því fyrirkomulagi að uppfæra ekki þingmannaskiptinguna fyrr en eftir kosningar. Það er hreinlega eins og það sé sátt meðal meirihluta Alþingismanna að kjósendur í Suðvestur fái bara færri þingmenn fyrir atkvæðin sín en aðrir landsmenn. Auðveldlega má ná fram breytingum þannig að ekkert kjördæmi hefði meira en 12,5% forskot á annað - án breytinga á stjórnarskrá. Þá fengi Suðvestur 17, Reykjavík áfram 11 í hvoru kjördæmi, Suður fengi áfram 10, Norðaustur 8 og Norðvestur 6. Þó þyrfti að færa einn uppbótarmann frá Norðvestur til Suðvestur, Norðuraustur og Norðvestur hefðu eftir sem áður mest atkvæðavægi og Suðvestur minnst. Illskiljanlegt og ósanngjarnt kerfi Kosningakerfið er bæði flókið og ósanngjarnt. Það hyglar stórum flokkum á kostnað þeirra minni, fjölmennasta kjördæmið þarf að búa við gríðarlegan lýðræðishalla og við þetta bætist að flokkar fá ítrekað auka þingmenn á kostnað annarra flokka. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fjölga jöfnunarþingmönnum eða jafna atkvæðavægi. Báðar leiðir eru færar en báðar krefjast þess að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum þar sem atkvæðavægi er ójafnt. Hvað er til ráða? Öfugt við vandamál tengd náttúruhamförum eða farsóttum þarf hvorki framfarir í vísindum né að stór hópur fólks setji sig í hættu til að takast á við þennan vanda. Til þess þarf bara pólitískan vilja, til þess þarf að kjósa flokka sem vilja standa vörð um lýðræðið. Óháð því hvort eða hvernig tekst að skila stjórnarskrárbundnu leiðréttingunni er staðan óviðunandi. Eins og svo oft þá eru flokkar sem vilja breyta þessu en geta ekki og aðrir sem geta það en vilja ekki. Vilji kjósendur hins vegar breyta þessu þurfa þeir að kjósa breytingar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun