Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 15:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sótti málin tvö fyrir Endurupptökudómi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára. Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára.
Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14