Robert Durst er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 19:01 Robert Durst er dáinn. Getty/ Myung J. Chun Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57