„Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 11. janúar 2022 07:00 Binni Glee ræðir matarfíknina sem hefur fylgt honum í gegnum tíðina. Stöð 2+ Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann ætli að leita sér aðstoðar við matarfíkn sem sé að drepa hann. Matarfíknin hefur ágerst hjá honum síðustu mánuði og núna finnst honum vera kominn tími til þess að fá aðstoð. Binni hefur áður rætt það opinberlega þegar hann ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og fór á ketó mataræðið. Á mataræðinu missti hann fimmtíu kíló á tólf mánuðum áður en hann sagði skilið við það. Nú virðist vera komið að tímamótum hjá honum í leitinni að bættri heilsu en matarfíknin hefur farið stigversnandi síðustu mánuði. Binni lýsti því yfir í gær að í dag sé dagurinn sem hann ætli loksins að leita sér hjálpar við matarfíkninni og taka því alvarlega. „Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig,“ segir hann í einlægri færslu á Twitter miðli sínum. Á miðlinum má sjá að Binni nýtur mikils stuðnings frá fylgjendum sínum sem hafa allir trú á honum í sinni vegferð. „Það leið næstum yfir mig í gær og ég á erfitt með að anda og heilsan mín er orðin geðveikt slæm,“ segir Binni þegar hann er spurður hvað hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leita sér hjálpar. Í dag er dagurinn sem ég ætla loksins að leita mér hjálpar við matarfíkn og taka því alvarlega :) þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig— BRYNJAR (@binniglee) January 10, 2022 „Það þarf bara að tala um þetta og opna umræðuna því þetta er ekki djók og þetta er alveg alvarlegt. Þetta er sjúkdómur og það er fólk að díla við þetta,“ segir Binni sem vonast til þess að geta hjálpað öðrum í sömu sporum með því að tala um sína upplifun. Hann er orðinn þreyttur á því að hugsa stanslaust um mat og líða eins og hann þurfi að fela það sem hann borðar fyrir öðrum og vill takast á við aðstæðurnar. Matarfíknin hefur fylgt honum í gegnum tíðina en hann komst á ágætan stað andlega og líkamlega þegar hann var á ketó mataræðinu. Eftir að hann hætti á ketó í júní í fyrra fór þó fíknin að ágerast og varð enn alvarlegri en hún var áður. „Ég var einu sinni að borða pizzu, bara heila pizzu og ég borðaði svo mikið, svo hratt líka að ég bara ældi yfir pizzukassann. Þetta var bara hrikalegt,“ segir hann um sjúkdóminn sem hefur versnað til muna síðustu mánuði. Hann segir að uppköstin hafi ekki verið hluti af átröskuninni fyrr en í október á síðasta ári og það hafi hjálpað honum að átta sig á því að núna sé rétti tíminn til þess að fá aðstoð. Binni Glee ætlar að endurheimta heilsuna.VÍSIR/ELÍN GUÐMUNDS Binni hefur sjálfur reynt að ná tökum á sjúkdómnum síðustu vikur, meðal annars með því að reyna að komast aftur á ketó mataræðið en án árangurs. Hann segist hafa náð þremur góðum dögum en endað svo á því að kaupa pizzu, smákökur og pepperoni taco sem endaði með ofáti. „Ég lá svo uppi í rúmi og leið ógeðslega illa og byrjaði þá að skoða hjálp því ég var bara, þetta er ekki í lagi sko," segir hann um gærdaginn sem varð til þess að hann bókaði sér tíma hjá Matarfíknarmiðstöðinni. „Ég vissi ekki að þetta væri til og ég var bara að googla og fann þetta.“ Segir hann um miðstöðina sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem á í óheilbrigðu sambandi við mat. „Ég er svona þannig að ef ég vil gera eitthvað og vil standa við það þá þarf ég að tala um það eða skrifa einhversstaðar af því að þá get ég ekki bakkað út, þess vegna ákvað ég bara, okei ég ætla að tweeta þessu. Og núna get ég ekki bakkað út. Ég er að fara að fá hjálp og er að fara að gera þetta.“ Binni fer í fyrsta viðtalið sitt hjá MFM miðstöðinni á næstu dögum sem verður fyrsta skrefið hjá honum í leitinni að bættri heilsu. Eflaust getur hann verið innblástur fyrir aðra í sömu sporum og við óskum honum góðs gengis með verkefnið sem er framundan. View this post on Instagram A post shared by BRYNJAR (@binniglee) Fíkn Heilsa Tengdar fréttir „Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30 Binni Glee hefur misst fimmtíu kíló á einu ári Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst fimmtíu kíló á tólf mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó. 28. september 2020 12:31 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Binni hefur áður rætt það opinberlega þegar hann ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og fór á ketó mataræðið. Á mataræðinu missti hann fimmtíu kíló á tólf mánuðum áður en hann sagði skilið við það. Nú virðist vera komið að tímamótum hjá honum í leitinni að bættri heilsu en matarfíknin hefur farið stigversnandi síðustu mánuði. Binni lýsti því yfir í gær að í dag sé dagurinn sem hann ætli loksins að leita sér hjálpar við matarfíkninni og taka því alvarlega. „Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig,“ segir hann í einlægri færslu á Twitter miðli sínum. Á miðlinum má sjá að Binni nýtur mikils stuðnings frá fylgjendum sínum sem hafa allir trú á honum í sinni vegferð. „Það leið næstum yfir mig í gær og ég á erfitt með að anda og heilsan mín er orðin geðveikt slæm,“ segir Binni þegar hann er spurður hvað hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að leita sér hjálpar. Í dag er dagurinn sem ég ætla loksins að leita mér hjálpar við matarfíkn og taka því alvarlega :) þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig— BRYNJAR (@binniglee) January 10, 2022 „Það þarf bara að tala um þetta og opna umræðuna því þetta er ekki djók og þetta er alveg alvarlegt. Þetta er sjúkdómur og það er fólk að díla við þetta,“ segir Binni sem vonast til þess að geta hjálpað öðrum í sömu sporum með því að tala um sína upplifun. Hann er orðinn þreyttur á því að hugsa stanslaust um mat og líða eins og hann þurfi að fela það sem hann borðar fyrir öðrum og vill takast á við aðstæðurnar. Matarfíknin hefur fylgt honum í gegnum tíðina en hann komst á ágætan stað andlega og líkamlega þegar hann var á ketó mataræðinu. Eftir að hann hætti á ketó í júní í fyrra fór þó fíknin að ágerast og varð enn alvarlegri en hún var áður. „Ég var einu sinni að borða pizzu, bara heila pizzu og ég borðaði svo mikið, svo hratt líka að ég bara ældi yfir pizzukassann. Þetta var bara hrikalegt,“ segir hann um sjúkdóminn sem hefur versnað til muna síðustu mánuði. Hann segir að uppköstin hafi ekki verið hluti af átröskuninni fyrr en í október á síðasta ári og það hafi hjálpað honum að átta sig á því að núna sé rétti tíminn til þess að fá aðstoð. Binni Glee ætlar að endurheimta heilsuna.VÍSIR/ELÍN GUÐMUNDS Binni hefur sjálfur reynt að ná tökum á sjúkdómnum síðustu vikur, meðal annars með því að reyna að komast aftur á ketó mataræðið en án árangurs. Hann segist hafa náð þremur góðum dögum en endað svo á því að kaupa pizzu, smákökur og pepperoni taco sem endaði með ofáti. „Ég lá svo uppi í rúmi og leið ógeðslega illa og byrjaði þá að skoða hjálp því ég var bara, þetta er ekki í lagi sko," segir hann um gærdaginn sem varð til þess að hann bókaði sér tíma hjá Matarfíknarmiðstöðinni. „Ég vissi ekki að þetta væri til og ég var bara að googla og fann þetta.“ Segir hann um miðstöðina sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem á í óheilbrigðu sambandi við mat. „Ég er svona þannig að ef ég vil gera eitthvað og vil standa við það þá þarf ég að tala um það eða skrifa einhversstaðar af því að þá get ég ekki bakkað út, þess vegna ákvað ég bara, okei ég ætla að tweeta þessu. Og núna get ég ekki bakkað út. Ég er að fara að fá hjálp og er að fara að gera þetta.“ Binni fer í fyrsta viðtalið sitt hjá MFM miðstöðinni á næstu dögum sem verður fyrsta skrefið hjá honum í leitinni að bættri heilsu. Eflaust getur hann verið innblástur fyrir aðra í sömu sporum og við óskum honum góðs gengis með verkefnið sem er framundan. View this post on Instagram A post shared by BRYNJAR (@binniglee)
Fíkn Heilsa Tengdar fréttir „Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30 Binni Glee hefur misst fimmtíu kíló á einu ári Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst fimmtíu kíló á tólf mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó. 28. september 2020 12:31 Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Er alltaf með nillara ef ég er ekki á ketó“ Æði 3 hefur verið í línulegri dagskrá á Stöð 2 undanfarnar vikur og það á fimmtudagskvöldum. 19. október 2021 12:30
Binni Glee hefur misst fimmtíu kíló á einu ári Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst fimmtíu kíló á tólf mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó. 28. september 2020 12:31
Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11. október 2021 15:00