„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2022 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni um hugmyndir sem Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala, velti upp í gær um hvort að fjármunum sem varið er í PCR-próf sé ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. Áætlar Ragnar Freyr að kostnaður sýnatöku sé um fimmtíu til eitt hundrað milljónir króna á degi hverjum. Ragnar Freyr sagði að prófin væru „að mestu leyti tekin á frísku fólki sem hafi litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu. „Já, en bíddu, það er ekki það sem málið snýst um,“ segir Þórólfur. „Málið snýst um að dreifa smitunum áfram þannig að við fáum miklu útbreiddara smit og fáum þá smit hjá þeim sem þurfa að leggjast inn.“ Er þetta ekki dæmi um það að vísindamenn eru ekkert sammála um hvernig best sé aðgera þetta og engin ein leið sú rétta? „Jú, það eru margar leiðir í þessu en ég held að þetta sé ekki rétt hugsun hjá Ragnari. Ég held að það myndi enda þannig, ef við hættum þessu, þá myndum við fá meiri útbreiðslu í samfélagið, fá miklu fleiri smit og fá miklu fleiri innlagnir. Það eru um 0,5 prósent þeirra sem smitast sem leggjast inn og við myndum bara fá miklu fleiri innlagnir sem spítalinn myndi ekki ráða við. Og ég er ekki viss um að sá peningur myndi duga spítalanum til að eiga við þennan sjúkdóm. Ég held að Ragnar, eins og hann er nú fínn, ég held hafi nú ekki hugsað þetta nógu langt. Og ég heyrði nú í gær að yfirlæknir [Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans] tekur undir með mér í þessu.“ Vonar að Björn Rúnar hafi rétt fyrir sér Þórólfur var einnig spurður um orð Björn Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar Landspítala, sem sagðist telja að við værum á toppi bylgjunnar núnar og að við ættum eftir að sjá smittölur fara hratt niður næstu tvær vikurnar. „Ég vona að það reynist rétt hjá honum,“ segir Þórólfur. „Það er erfitt að segja. Við erum búin að vera núna með svipaðar tölur í dálítinn tíma og maður gælir við það hugmynd hvort að við séum komin á toppinn í þessu og hvort við förum þá að fara niður. Við fórum aðeins niður um helgina, en það er nú alltaf þannig. Við verðum því að sjá hvað næstu dagar segja. Ef við skoðum spálíkan Háskóla Íslands sem hefur reiknað þetta út, þá reikna þeir með að við verðum áfram með í kringum þúsund tilfelli á dag fram í seinni partinn í janúar. Þannig að menn verði á svipuðum nótum… En Björn Rúnar er bjartsýnn og það er bara fínt.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08