Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 07:00 Novak Djokovic fær að keppa á opna ástralska meistaramótinu í tennis. EPA-EFE/Emilio Naranjo Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. Lögfræðingar héldu því fram að Djokovic hafði fengið undanþágu frá bólusetningu þar sem hann hafði smitast af kórónuveirunni og náð sér áður en hann fór af stað til Ástralíu. Tennis star Novak Djokovic wins court battle to stay in Australia and defend his Grand Slam title, after vaccine exemption rowhttps://t.co/NJIzaUu0XR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 10, 2022 Málið var tekið fyrir í morgun og dómari féllst á rök lögfræðinga Djokovic og veitti honum landvistarleyfi. Dómstóllinn taldi að áströlsk yfirvöld höfðu ekki næg rök til að afturkalla vegabréfsáritun hans. Þetta er samt mögulega ekki búið enn því málinu gæti verið áfrýjað. Málið hefur vakið mikla athygli út um allan heim og er orðið mjög pólitískt bæði innan Ástralíu en líka alþjóðlega því Serbar voru mjög ósáttir með meðferðina á þjóðhetju sinni. Djokovic þurfti að bíða í níu klukkutíma á flugvellinum við komuna til Ástralíu en fékk ekki inngöngu og var í staðinn sendur á farsóttarhótel þar sem hann átti að dúsa þar til að hann yfirgæfi landið. Djokovic er mættur til Ástralíu til að verja titil sinn á opna ástralska risamótinu í tennis en hann hefur unnið mótið þrjú ár í röð. Næsti sigur hans á risamóti myndi einnig þýða að enginn annar í sögunni væri búinn að vinna fleiri risamót á ferlinum. Djokovic hefur unnið tuttugu risamót eins og þeir Roger Federer og Rafael Nadal. Novak Djokovic has won his court battle to stay in Australia and compete in the Australian Open.Sports broadcaster Shane McInnes tells #BBCBreakfast 'there will a lot of surprise and anger' at the judge's decision.https://t.co/c3RIbbdyaI pic.twitter.com/Tx516lXNZr— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 10, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Lögfræðingar héldu því fram að Djokovic hafði fengið undanþágu frá bólusetningu þar sem hann hafði smitast af kórónuveirunni og náð sér áður en hann fór af stað til Ástralíu. Tennis star Novak Djokovic wins court battle to stay in Australia and defend his Grand Slam title, after vaccine exemption rowhttps://t.co/NJIzaUu0XR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 10, 2022 Málið var tekið fyrir í morgun og dómari féllst á rök lögfræðinga Djokovic og veitti honum landvistarleyfi. Dómstóllinn taldi að áströlsk yfirvöld höfðu ekki næg rök til að afturkalla vegabréfsáritun hans. Þetta er samt mögulega ekki búið enn því málinu gæti verið áfrýjað. Málið hefur vakið mikla athygli út um allan heim og er orðið mjög pólitískt bæði innan Ástralíu en líka alþjóðlega því Serbar voru mjög ósáttir með meðferðina á þjóðhetju sinni. Djokovic þurfti að bíða í níu klukkutíma á flugvellinum við komuna til Ástralíu en fékk ekki inngöngu og var í staðinn sendur á farsóttarhótel þar sem hann átti að dúsa þar til að hann yfirgæfi landið. Djokovic er mættur til Ástralíu til að verja titil sinn á opna ástralska risamótinu í tennis en hann hefur unnið mótið þrjú ár í röð. Næsti sigur hans á risamóti myndi einnig þýða að enginn annar í sögunni væri búinn að vinna fleiri risamót á ferlinum. Djokovic hefur unnið tuttugu risamót eins og þeir Roger Federer og Rafael Nadal. Novak Djokovic has won his court battle to stay in Australia and compete in the Australian Open.Sports broadcaster Shane McInnes tells #BBCBreakfast 'there will a lot of surprise and anger' at the judge's decision.https://t.co/c3RIbbdyaI pic.twitter.com/Tx516lXNZr— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 10, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira