Velferðarþjónusta á tímum Covid Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. janúar 2022 15:31 Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun