MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2022 14:00 Farið verður í miklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi og MS á Akureyri á árinu og næstu árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS
Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira