Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Snorri Másson skrifar 4. janúar 2022 11:08 Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, harmar fréttaflutning um að heimilislaus maður hafi verið látinn sofa úti í kuldanum eftir að hafa verið vísað úr gistiskýli á vegum borgarinnar. Sú sé ekki raunin. Vísir Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í fjölmiðlum í morgun þegar frásögn birtist í dagbók lögreglu um átákanlegar ógöngur heimilislauss manns. Þar sagði um atvik sem varð klukkan tvö í nótt: „Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.“ Sigþrúður Erla Arnardóttir hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir það ekki svo að maðurinn sé sendur út í kuldann án þess að tryggt sé að hann fái gistingu annars staðar. „Þegar eitthvað kemur upp á eins og ofbeldi gagnvart starfsfólki eða á milli gesta, höfum við haft samband við lögreglu og við vísum ekki gestum út nema þegar við vitum að viðkomandi geti þá fengið aðstöðu hjá lögreglu eða í öðru neyðarskýli,“ segir Sigþrúður. Þegar hafi verið búið að tilkynna lögreglu um að maðurinn gæti ekki verið í gistiskýlinu og því þyrfti hann gistingu hjá lögreglu. Sá sem hafi síðan skrifað dagbókarfærsluna virðist ekki hafa haft upplýsingar um þetta. „Þarna er eitthvað sem lögreglan þarf bara að skoða því það er greinilegt að það eru mismunandi skilaboð sem eru að fara þarna á milli,“ segir Sigþrúður. Af ýmsum sökum kemur það fyrir að skjólstæðingar eru sendir burt í ákveðinn tíma til að róa sig en þeir eiga svo yfirleitt afturkvæmt eftir viðtal. Þegar það er ekki svo er það unnið í samstarfi við lögreglu. „Við erum að finna með starfsmannahópnum, hvað þeir taka því illa þegar svona fréttir koma þegar þeir telja sig hafa farið alveg rétt að og unnið þetta í samstarfi, þá er þetta mjög mikið högg fyrir starfsmannahópinn að fá svona fréttaflutning. Af því að þeim er annt um skjólstæðingana og gestina sem eru að koma inn í neyðarskýlið,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. 4. janúar 2022 06:37