„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2022 19:00 Hilmar Örn Kolbeins hefur barist fyrir því að fá að fara aftur heim til sín í marga mánuði. Flóki Ásgeirsson lögmaður hans segir málið með eindæmum af hálfu borgarinnar. Vísir/Arnar Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig. Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins fjölfatlaður maður sem fagnaði samningi borgarinnar á Þorláksmessu um að hann gæti ráðið til sín starfsfólk og því snúið aftur heim af hjúkrunarheimili fyrir aldraða eftir áramót, var aftur sendur á spítala í gær. Borgin hafði fram að þeim tíma neitað honum um heimaþjónustu því hann þyrfti líka mikla heimahjúkrun. Honum tókst ekki að ráða starfsmenn á tilsettum tíma og missti plássið á hjúkrunarheimilinu í gær. Hilmar óskaði eftir heimaþjónustu frá borginni til að brúa bilið en var neitað. Hilmar segir hrikalegt að vera kominn aftur á spítala. „Þetta er bara mjög skrítinn tilfinning, ég er ekki veikur, ég er á spítala og þetta er bara mjög skrítin og óþægileg tilfinning. Mér þykir bara mjög leitt að borgin skuli ekki veita einhverja neyðarþjónustu meðan ég er að negla saman einhverju starfsfólki til að sinna mér. Það er ótrúlegt að maður sé settur á spítala þar sem er neyðarástand í stað þess að það sé fundið eitthvað annað úrræði“ segir Hilmar. Segir réttindi þverbrotin Flóki Ásgeirsson lögmaður Hilmars hefur unnið í máli hans síðan í maí þegar meðferð hans við legusári lauk á spítala. „Borgin leit svo á að hún hefði lokið sínum málum gagnvart Hilmari þegar samningurinn var undirritaður á Þorláksmessu. Það hafa engar skýringar á hvers vegna ekki sé hægt að koma á móts við hann í þessu millibils ástandi sem hann er í núna. Einu skýringar sem hafa fengist er að nú sé kominn á þessi beingreiðslusamningur sem gerður var á Þorláksmessu og þar með sé málið í höndum Hilmars sjálfs,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður hjá Magna lögmönnum. Flóki segir fleiri séu í sömu stöðu og Hilmar. „Það eru því miður alltof margir en mál Hilmars hefur verið með miklum ólíkindum og vinnubrögð borgarinnar í málinu vonandi einsdæmi,“ segir hann. Hann segir réttindi Hilmars þverbrotin og þeir íhugi næstu skref. „Hingað til þrátt fyrir mikla biðlund hefur ekki tekist að koma honum heim til sín og maður spyr sig hvort það þurfi að leita til dómstóla til að fá viðunandi niðurstöðu,“ segir Flóki að lokum. Uppfært 4.1 2022 Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna málsins samdægurs og var tjáð að svör bærust síðar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið í dag þann 4. janúar að svara ekki fyrirspurn fréttastofu vegna málsins á grundvelli þess að um einstaka mál sé að ræða og hún hafi því ekki leyfi til að tjá sig.
Félagsmál Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00
Fær að fara aftur heim Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. 25. desember 2021 13:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent